Nemendum 3. bekkjar var boðið að koma á Minjasafnið á Akureyri s.l. þriðjudag. Börnin fengu þar að fræðast um ýmislegt sem tengdist jólahaldi í gamla daga, hvernig fólk skreytti hýbýli sín, hvaða störf voru unnin í desember. Nemendur fengu líka að heyra nöfn sem notuð voru áður fyrr á íslensku jólasveinana, heimildir eru til um hvorki fleiri né færri en 84 nöfn. Krakkarnir skemmtu sér mjög vel og héldu glöð og kát heim eftir klukkutíma dvöl á safninu.