Á morgun miðvikudaginn 11. september er útivistardagur í Hrafnagilsskóla. Allir nemendur skólans fara í gönguferðir. Skólabílar aka nemendum yngsta stigs (1.- 4. bekkjar) að bænum Ytri-Tjörnum. Þaðan ganga þeir upp að Drangi og síðan til baka að skólanum. Nemendur á mið- og unglingastigi hafa um tvær leiðir að velja. Annars vegar verður farið í rútum í Fnjóskadal og gengið yfir Bíldsársskarðið að Þórustöðum þangað sem nemendur verða sóttir. Hins vegar er gengið bakkana meðfram Eyjafjarðaránni. Þeir nemendur sem ganga Bíldsársskarðið fá nesti í hádeginu en aðrir fara í hádegismat í skólanum.

Nemendur eru beðnir um að koma með nesti að heiman og vatn/drykki. Það má hafa með sæt kex og slíkt en ekki sælgæti eða gosdrykki. Mikilvægt er að vera á góðum skóm og hafa meðferðis hlífðarföt. Gott er að hafa með húfu/ buff og létta vettlinga.
Nemendur á mið- og unglingastigi mega fara í sund eftir að komið er til baka en nemendur yngsta stigs verða í frjálsum leik þangað til skólabílar aka heim klukkan 14:00.
ATH. Allir nemendur skólans fara heim með skólabílum klukkan 14:00 á útivistardegi og engir skólabílar aka seinni akstur þennan dag.