Nú í febrúar og mars verður boðið upp á foreldranámskeið um “Jákvæðan aga”. Námskeiðið verður opið foreldrum barna í Naustaskóla, Naustatjörn, Glerárskóla, Krummakoti og Hrafnagilsskóla og kostar 3.500 kr. pr. þátttakanda. Leiðbeinendur verða fjórir starfsmenn skólanna, sem sótt hafa sér réttindi hjá “Positive Discipline Association” í Bandaríkjunum til að halda námskeið af þessu tagi. Námskeiðið verður haldið í Naustaskóla og mæta þarf í þrjú skipti, þ.e. laugardaginn 23. febrúar kl. 9:00-14:30, þriðjudaginn 5. mars kl. 19:30-21:00og fimmtudaginn 14. mars kl. 19:30-21:00. Á námskeiðinu verður hugmyndafræði stefnunnar miðlað til foreldra og kynntar leiðir til að hagnýta aðferðir jákvæðs aga í uppeldinu heima fyrir, auk þess sem tækifæri gefst fyrir foreldra til að miðla reynslu sinni og skiptast á þekkingu og góðum ráðum. Þeir sem hafa áhuga á að sitja námskeiðið eru beðnir um að skrá sig hér eð neðan. Skráningarfrestur er til 15. febrúar en haft verður samband við þátttakendur með tölvupósti að þeim tíma liðnum. Hámarksfjöldi á námskeiðinu er 25 þátttakendur.

Skrá mig á námskeið í Jákvæðum aga