Á samverustundum í morgun var tefld hraðskák í tilefni þess að Skákdagur Íslands er á morgun 26. janúar. Rúnar Ísleifsson skákmaður og foreldri kom í skólann og tefldi fyrst við Laufeyju Hreiðarsdóttur kennarar og síðan við Örn Ævarsson nemanda í 10. bekk. Skákdagur Íslands er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar skákmeistara. Hér má sjá myndir af samverustund unglingastigsins.
Nú er undirbúningur árshátíðar unglingastigsins í fullum gangi. Verið er að æfa leikritið Gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson í útgáfu sem Andrea Björk Karelsdóttir nemandi í 8. bekk stytti. Árshátíðin verður haldin föstudagskvöldið 1. febrúar kl. 20:00 í Laugarborg. Hér má sjá myndir frá undirbúningsferlinu.