Þessa síðustu daga fyrir jólafrí verður skólastarf með nokkuð óhefðbundnu sniði. Skólabækur eru lagðar til hliðar en þess í stað er starfið brotið upp. Meðal annars er farið í kakóferðir upp í Aldísarlund, spiluð félagsvist og unglingastig fer í bæjarferð svo fátt eitt sé nefnt. Við viljum minna á nokkur hagnýt atriði.

Möndlugrautur: Á miðvikudaginn er möndlugrauturinn og þá verða allir í mat. Nemendur í 1. – 4. bekk borða fyrstir og skólabílar keyra heim klukkan 12:05 nema þá sem eru í skólavistun.

Seinni akstur á miðvikudag verður að þessu sinni klukkustund fyrr en venjulega eða klukkan 14:30. Nemendur á unglingastigi mæta á hátíðarkvöldverðinn klukkan 19:00 og síðan tekur félagsmiðstöðin við með skemmtun til klukkan 23:30. Nemendur eru sóttir og keyrðir heim eftir skemmtunina.

Litlu jólin verða fimmtudaginn 20. desember klukkan 10:00 – 12:00. Unglingastigið fer í kirkjuferð á meðan yngsta og miðstig dansa í kringum jólatréð. Síðan halda allir bekkir sín stofujól í heimastofum og jólasveinar koma í heimsókn.

Engin skólavistun er fimmtudaginn 20. desember og jólafrí hefst eftir litlu jólin.

Skóli hefst að nýju mánudaginn 7. janúar 2013 samkvæmt stundaskrá.

 

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Starfsfólk Hrafnagilsskóla