Vikuna 24.-28. september 2012 mun Iðjuþjálfafélagið standa fyrir Skólatöskudögum í samstarfi við Landlæknisembættið.
Skólatöskudagar eru árlegur viðburður þar sem áhersla er lögð á forvarnir með því að leiðbeina um stillingar á skólatöskum fyrir hvert barn. Einnig eru töskurnar vigtaðar og fylgst með því að þær séu ekki óhóflega þungar. Í Hrafnagilsskóla fer þetta fram í dag og næstu tvo daga. Lilja Möller iðjuþjálfi sér um verkefnið hér ásamt nemum í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri.