IMG_0211Við tókum viðtal við Selmu Dröfn Brynjarsdóttur en hún ásamt Katrínu Úlfarsdóttur voru með innkaupapokastöðina. Á meðan Selma var í viðtali var Katrín á fullu við að hjálpa krakkaormunum :)

Af hverju voru innkaupapokar einn af valmöguleikunum á umhverfisdögunum?
Til að hafa verkefnin sem fjölbreyttust.

Notar þú svona poka?
Nei, ég hef aldrei átt svona poka.

Hvernig finnst þér innkaupapokarnir hjá krökkunum?
Mjög flottir, hver og einn er einstakur.

Hvað heldurðu að innkaupapokinn spari mikið?
Á viku örugglega 100 kr. (það er samtals 5200 kr. á ári).

Valdirðu sjálf að vera með innkaupapokana?
Já.

Þú sást um búningana á árshátíð miðstigs, sérð þú fyrir þér í framtíðinni að sauma meira?
Já pottþétt.

Hvað ertu búin að sauma marga poka?
Ég hef ekki saumað neitt, bara nemendurnir.

Væri hægt að hafa fleiri verkefni sem miða að því að spara peninga fyrir heimilið?
Alveg örugglega.

Þessir krakkar sem þú ert með á stöðinni, eru þeir ekki alveg að gera þig gráhærða?
Alls ekki, þeir eru mjög duglegir.

IMG_0207IMG_0208
IMG_0209IMG_0210

Fréttamenn:
Aðalheiður Anna Atladóttir og Ragnhildur Tryggvadóttir