Í dag og í gær voru umhverfisdagar í Hrafnagilsskóla. Í dag fór yngsta stig í göngutúr í Botnsskóg og miðstig gat valið um mismunandi stöðvar. Við tókum viðtal við nokkra krakka sem voru að hanna og sauma innkaupapoka.
Í hvað eru pokarnir ætlaðir?
Innkaup og fleira.
Finnst þér skemmtilegt?
Já, mjög.
Hvað finnst þér skemmtilegast?
Sauma í saumavél.
Ertu ánægð/ur með verkefnið þitt?
Já, mjög.
Hvað eru þið að gera?
Búa til poka innkaupapoka.
Af hverju valdir þú að fara að gera innkaupapoka?
Bara, mér finnst það spennandi.
Ertu góð/ur í textíl?
Ekkert svaka, bara pínu.
Hvort er Selma eða Katrín betri að sauma?
Jafn góðar.
Fréttamenn:
Aðalheiður Anna Atladóttir og Ragnhildur Tryggvadóttir