IMG_0932Við tókum viðtal við Tristan Darra Ingvarsson nemanda í 6. bekk þegar hann var á fullu við að saga spýtur og aðstoða við að endurnýja þrautabrautina. Einnig fengum við Tryggva Heimisson íþróttakennara til þess að prufukeyra brautina.

Hvað er skemmtilegast að gera?
Bara, hjálpa til.

Er þetta erfið þrautabraut?
Já, hún getur verið það.

Er erfitt að laga hana?
Jahh, svolítið.

Hvað gerum við á þrautabrautarstöðinni?
Það eru rólur og halda jafnvægi og svoleiðis.

Hvað eru þetta margar þrautir?
Ég veit það ekki, ég á eftir að telja það.

Finnst þér þetta of erfiðar þrautir?
Nei, nei.

Finnst þér þurfa að þyngja þær?
Já, smá.

Er einhver möguleiki á að Tryggvi Íþróttakennari komist í gegnum hana?
Nei!

Eigum við að bara láta Tryggva fara í gegnum þrautabrautina?
Jahh, við viljum ekki að hann slasi sig.

 

IMG_0918IMG_0921
IMG_0924IMG_0925
IMG_0926IMG_0927
IMG_0929IMG_0930 
IMG_0933 IMG_0937
IMG_0934IMG_0935
IMG_0936IMG_0937

Þess má geta að Tryggvi komst í gegnum þrautabrautina með stæl.

Fréttamenn:
Andri Ásgeir Adolfsson og Guðjón Valberg Hilmarsson