Við ákváðum að líta við í Hrafnagilsskóla, því þar eru umhverfis- og útivistardagar í gangi. Okkur fannst þetta áhugavert og vildum fá að vita aðeins meira um þetta verkefni.
Við fengum að taka viðtal við Karl Frímannsson skólastjóra í Hrafnagilsskóla.
Karl segir í viðtali sínu við fréttamennina heimsfrægu að hugmyndin að útivistar- og umhverfisdögunum hafi komið þannig til að Hrafnagilsskóli fékk Grænfánann og í aðdraganda þess þurfti að vinna að ýmsum verkefnum svo að Grænfáninn væri samþykktur. Þannig varð umhverfisráðið til.
Á þessum dögum er verið að mála parísa, þvo glugga, taka til og grisja skóginn og nýta hann, gæta þess að endurvinna og endurnýta. Þátttakan í þessum verkefnum er góð og þetta leggst vel í börnin og flestir taka þátt með glöðu geði.
Björk Sigurðardóttir, Nanna Árný Jónsdóttir og þeir sem eru í forsvari í umhverfishópnum komu með þessa hugmynd sem var svo sett í framkvæmd. Bæði börn og starfsfólk skólans taka þátt í þessu verkefni og flestum finnst það gaman. Karl telur að dagarnir hafi gengið mjög vel og enn betur í þessu góða veðri.
Takk fyrir,
Valdís Sigurðardóttir, Valentína Björk Hauksdóttir og Birgitta Íris Árnadóttir