Aníta Jónsdóttir er fædd þann 2. nóvember 1969. Hún er íslenskukennari í Hrafnagilsskóla og umsjónarkennari 7. bekkjar. Aníta er einnig stigsstjóri miðstigs.
Fannst þér erfitt að hjóla til baka í hjólaferðinni?
Já mér fannst það mjög erfitt og ég lagði hart að mér.
Hvað fannst þér skemmtilegast í hjólaferðinni?
Mér finnst mjög gaman að hjóla og gott að geta notið sólarinnar.
Hvort finnst þér betra að búa hér eða á Akureyri?
Það er allsstaðar gott að búa þar sem manni líður vel.
Hvernig finnst þér að vera með bekknum þínum á ,,öðruvísi’’ dögum?
Æðislegt.
Hvort finnst þér bekkurinn vinnusamari á venjulegum dögum eða ,,öðruvísi’’ ,,dögum’’?
Þau eru alltaf vinnusöm og tilbúin til að vinna.
Hvað finnst þér skemmtilegast í tengslum við ,,öðruvísi” daga?
Það er alltaf gaman þegar veðrið er svona gott, þá er rosalega gaman að geta notið þess.
Myndir frá hjólaferð miðstigs
Verkefni í fjölmiðlahópi á umhverfisdögum:
Jón Smári Hansson, Guðrún Svanbergsdóttir og María Rós Magnúsdóttir