Í dag var sýnismöppudagur í skólanum hjá 1.-4. bekk, 6. og 8. bekk. Nemendur safna sýnishornum af verkefnum vetrarins og sýna þau foreldrum á þessum degi. Börnin sjá sjálf um að kynna verkefnin og í lokin skrifa foreldrar umsögn um barnið sem geymd er í möppunni. Þetta eru ánægjulegar stundir og gefa foreldrum betri innsýn í það sem börnin eru að vinna í skólanum.