Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Hrafnagilsskóla fimmtudaginn 8. mars. Keppendur voru átta frá Grenivíkurskóla, Valsárskóla, Hrafnagilsskóla og Þelamerkurskóla. Fulltrúar okkar í keppninni voru Freydís Erna Guðmundsdóttir og Kristín Brynjarsdóttir. Úrslitin urðu þau að Guðni Sigþórsson Grenivíkurskóla bar sigur úr bítum, Þorri Starrason Valsárskóla varð annar og Kristín Brynjarsdóttir Hrafnagilsskóla varð þriðja.
Allir nemendur landsins í 7. bekk taka nú þátt í Upplestrarkeppninni sem hefst 16. nóvember ár hvert og lýkur í mars en fyrsta keppnin var haldin árið 1996.