Í morgun fengu nemendur í 8. – 10. bekk Margréti Maríu Sigurðardóttur umboðsmann barna í heimsókn. Hún sagði þeim t.d. frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar eiga aðild að og fræddi þau stuttlega um helstu réttindi barna og ungmenna. Þá benti hún þeim líka á að eftir því sem þau fengju meiri réttindi í samræmi við aldur og þroska, þá ykjust líka skyldur þeirra. Hún hvatti nemendur til að láta í sér heyra eða leita eftir aðstoð fyndist þeim á sér brotið og benti þeim á heimasíðu umboðsmanns barna www.barn.is og gjaldfrjálst símanúmer 800-5999.