Þorgrímur Þráinsson heimsótti 10. bekkinga í morgun og hélt fyrirlestur sem ber heitið Að elta drauminn. Erindið er hluti af stærra verkefni á vegum Pokasjóðs sem er ætlað að styrkja sjálfsvitund unglinga áður en þeir fara í framhaldsskóla.

Þorgrímur Þráinsson Að_elta_drauminn 2012_01_16 (30) Þorgrímur Þráinsson Að_elta_drauminn 2012_01_16 (6) Þorgrímur Þráinsson Að_elta_drauminn 2012_01_16 (3)

Helstu þættirnir sem Þorgrímur fjallaði um voru:

– Mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin lífi og árangri (ekki kenna öðrum um).

– Eflast við mótlæti – aldrei gefast upp.

– Nýta hvert augnablik til hins ýtrasta – í skólanum og heima (til að bæta árangurinn).

– Dagleg framkoma og falleg samskipti – gera góðverk

– Bera virðingu fyrir foreldrum sínum – þeir eru ekki þjónar

– Hvernig geta nemendur farið út fyrir þægindahringinn – öðlast hugrekki

– Hversu hættulegt er að reykja og nota vímuefni – ég segi frá vini mínum sem lést 26 ára eftir neyslu

– Nemendur setja sér skrifleg markmið á 10 mínútum og eiga að vinna í þeim áfram.

– Nemendur fá fjórblöðung með sér heim, markmiðin, 10 leiðir til hamingjuríks lífs og „Hjól lífsins“ sem ég sýni í fyrirlestrinum.