Miðvikudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Þennan sama dag afhendir fulltrúi frá Landvernd skólanum Grænfánann.
Fáninn verður dreginn að húni kl. 13:00 sunnan skólans. Skemmtun hefst í íþróttahúsinu kl. 13:20 og stendur til kl. 15:00. Skólabílar aka heim að skemmtun lokinni.
Á hátíðinni sýna nemendur afrakstur af þemavinnu sem unnin verður dagana á undan en þemað í ár er grænt – ár skóga. Að vanda hefja nemendur 7. bekkjar Stóru upplestrarkeppnina með því að kynna Jónas Hallgrímsson og einnig syngur skólakór Hrafnagilsskóla.
Nemendur í 10. bekk standa fyrir kaffisölu að lokinni dagskrá. Þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:
- 0-5 ára ókeypis
- 1.-10. bekkur 500 kr.
- Þeir sem lokið hafa grunnskóla 1000 kr.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.
Allir eru hjartanlega velkomnir og við hvetjum fólk til að koma og njóta.
Nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla