Í vor sótti Hrafnagilsskóli um Grænfánann en það er viðurkenning sem Landvernd veitir þeim skólum sem uppfylla ákveðin skilyrði í umhverfisvernd. Í síðustu viku heimsóttu okkur þau Orri Páll og Gerður frá Landvernd og gerðu úttekt á því sem við höfum unnið að í umhverfismálum. Í dag fengum við svar frá þeim og þa
r stóð m.a.
„Í heimsókninni til ykkar fór það ekki milli mála að þið hafið unnið vel að umhverfismálum og mikið er nú þegar orðið fast í veggjum skólans.
Nú er mikilvægt að halda áfram á sömu braut, dýpka skilninginn og þora að takast á við ný þemu auk þess að halda áfram með það sem nú þegar hefur áunnist.
Hrafnagilsskóli hefur náð þeim góða árangri að fá Grænfánann afhentan í fyrsta skipti. Innilega til hamingju með það. Þið hafið óskað eftir að fá Grænfánann afhentan 16. nóvember 2011 og verðum við að sjálfsögðu við því. „
Við erum mjög stolt af þessum áfanga og stefnum að enn frekari vinnu í umhverfismálum.
Umhverfisráð Hrafnagilsskóla