Bókasafni Eyjafjarðarsveitar barst á dögunum höfðingleg gjöf frá hestamannafélaginu Funa. Tvær stúlkur úr fræðslunefnd félagsins, þær Edda Kamilla og Úlfhildur Örnólfsdætur komu færandi hendi með bækur, tímarit og DVD myndir um hesta og hestamennsku. Þetta er kærkomin viðbót við efni safnsins og nýtist vonandi sem flestum í framtíðinni.
Fyrir hönd Bókasafns Eyjafjarðarsveitar þakka ég félaginu kærlega fyrir þessa hugulsemi og rausnarskap.
Margrét Aradóttir bókavörður.