Hinn 17. júní 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, forseta. Afmælisnefndin í samvinnu við Mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir ritgerðasamkeppni fyrir 8. bekkinga í grunnskólum landsins. Alls bárust 170 ritgerðir til dómnefndar og 12 þeirra fengu viðurkenningu þar á meðal ritgerð Örnu Ýrar Karelsdóttur. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu laugardaginn 19. mars og óskum við Örnu innilega til hamingju. Hér má hlusta á viðtal við Örnu í kvöldfréttum RÚV 19. mars.