IMG_9158

Skólakór Hrafnagilsskóla, undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur, syngur á 6 tónleikum Frostrósa í Menningarhúsinu Hofi. Óhætt er að segja að það sé mikil viðurkenning, bæði fyrir Maríu og nemendur að vera beðin að syngja á jafn viðamiklum og fjölsóttum tónleikum. Fyrstu tónleikarnir voru í gærkvöldi og síðan verða tvennir tónleikar í kvöld og einnig annað kvöld. Börnin stóðu sig mjög vel, bæði í söng og framkomu.

Þeir sem koma á slíka tónleika gera sér kannski alltaf grein fyrir því hversu mikil vinna liggur að baki hjá flytjendum og stjórnendum áður en komið er að flutningi fyrir framan áhorfendur en í fáum orðum sagt er hún geysimikil. Þá er líka ómetanlegt að fá aðstoð foreldra á síðustu metrunum meðan beðið er eftir því að komast á sviðið og einnig til að passa að hár og föt séu í lagi.

Meðfylgjandi mynd er tekin á æfingu í haust þegar kórinn kom fram á tónleikum með Lay Low.