Ákveðið hefur verið að bjóða upp á foreldranámskeið um jákvæðan aga í janúarmánuði. Um verður að ræða tveggja kvölda námskeið sem haldið er í samstarfi Naustaskóla, Naustatjarnar, Glerárskóla og Hrafnagilsskóla og mun það verða opið foreldrum barna úr öllum skólunum. Á námskeiðinu verður hugmyndafræði stefnunnar miðlað til foreldra og kynntar leiðir til að hagnýta aðferðir jákvæðs aga í uppeldinu heima fyrir. Til að kanna áhuga biðjum við áhugasama um að forskrá sig með því að smella á slóðina http://www.surveymonkey.com/s/VDHFXLT en síðan verður haft samband við hina áhugasömu í byrjun janúar.