Það er ævinlega gaman að fylgjast með þegar 1. bekkingar koma fram á samverustund í fyrsta skipti. Í síðustu viku var röðin komin að þeim eftir að hafa fylgst með hvernig eldri nemendur bera sig að frá skólabyrjun. Þau stóðu sig með mikilli prýði, enda búin að æfa sig vel. Fyrsta daginn létu þau nægja að kynna sig eitt og eitt en síðan sögðu þau frá fiskunum sem þau höfðu búið til og einn daginn sungu þau öll saman við undirleik Maríu tónmenntakennara. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna hópinn.