Í gær komu þær Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds og sýndu nemendum í 2. og 3. bekk leikbrúðusýningu um ofbeldi gagnvart börnum. Sýningin kemur til okkar á vegum samtakanna Blátt áfram og er sýnd til að opna umræðu og auðvelda börnum að segja frá ef þau verða fyrir ofbeldi af hendi fullorðinna.