hópmynd 7. bekkur (3)Í morgun lögðu 7. bekkingar af stað í skólabúðirnar ásamt umsjónarkennara og stuðningsfulltrúa. Þeirra bíða mörg skemmtileg viðfangsefni í vikunni og kynni við nemendur úr öðrum skólum sem dvelja í skólabúðunum á sama tíma. Það var ekki laust við að þau væru sum með fiðrildi í maganum í morgun en tilhlökkunin var samt yfirsterkari. Við óskum þeim góðrar ferðar og vonum að þau komi öll ánægð heim á föstudaginn.