Skólinn á sér margar rótgrónar hefðir sem bæði nemendur og starfsfólk taka þátt í að rækta.
Hátíðarkvöldverður unglingastigs
Fimmtudagskvöldið 18. desember halda nemendur á unglingastigi sín litlu-jól með hátíðarkvöldverði í matsal skólans. Undirbúningur er að miklu leyti í höndum nemenda en þeir sjá um að skreyta salinn, útbúa borðskraut, æfa skemmtiatriði og þjóna til borðs.
Dagskráin hefst kl. 19:00 og lýkur kl. 23:15. Boðið er upp á rútuferðir fyrir nemendur bæði til og frá skólanum í tengslum við kvöldverðinn.
Litlu-jólin hjá 1. – 7. bekk
Föstudaginn 19. desember er síðasti skóladagur fyrir jólaleyfi. Þann dag mæta nemendur í 1. – 7. bekk kl. 10:00 í sínar heimastofur. Eins og venjulega eru rútuferðir fyrir nemendur bæði til og frá skólanum á litlu-jólunum.
Dagskráin er eftirfarandi:
-
Sameiginleg stund: Litlu-jólin verða í nýja fjölnotasal leik- og grunnskóla þar sem nemendur í 3. bekk sýna jólaleikrit og síðan verður dansað í kringum jólatréð og sungin jólalög. Möguleiki er á að jólasveinar láti sjá sig.
-
Stund í heimastofu: Að lokinni samveru í sal fara nemendur í sínar heimastofur og eiga notaleg stund undir stjórn umsjónarkennara.
Skóladeginum lýkur kl. 12:00 og hefst þá jólafrí nemenda.
Mikilvægar upplýsingar
Vakin er athygli á því að frístund er lokuð föstudaginn 19. desember. Skólastarf og frístund hefjast að nýju mánudaginn 5. janúar 2026.
Starfsfólk Hrafnagilsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og þakkar fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.

