Fyrsti bekkur í Hrafnagilsskóla heimsótti Akureyrarkirkju í aðventunni og átti þar einstaklega skemmtilega og fræðandi stund. Móttökurnar voru til fyrirmyndar en markmiðið var að gefa börnunum tækifæri til að upplifa jólaguðspjallið á fjölbreyttan hátt. Nemendur tóku virkan þátt í sögunni, brugðu sér í ólík hlutverk, klæddust búningum og sungu saman. Í gegnum leikinn fengu þau tækifæri til að kynnast frásögn jólanna á nýjan og áhugaverðan máta. Andrúmsloftið var um stund spennuþrungið þegar dempuð ljós og tíra frá kertaljósum lýstu þeim leiðina í gegnum alla kirkjuna.

Takk fyrir okkur, Akureyrarkirkja. Við komum aftur heim í sveitina okkar, reynslunni ríkari og með bros á vör.