Fréttabréf Hrafnagilsskóla fyrir september 2025 er nú aðgengilegt. Í fréttabréfinu kemur fram að nemendur skólans eru nú 195 talsins.

Svakalega lestrarkeppnin 2025 hefst 15. september fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Þá er einnig fjallað um bundið val á unglingastigi þar sem nemendur fara á fimm ólíkar stöðvar, meðal annars á nýtt samstarfsverkefni við bændur á Hrafnagili sem kallast Sveitasæla.

Fréttabréfið inniheldur einnig upplýsingar um frístund fyrir 1.-4. bekk og yfirlit yfir viðburði á döfinni, þar á meðal foreldrasamtöl 29. september og vetrarfrí 20.-21. október.

Dyggð septembermánaðar er vinátta.

Hér má svo lesa fréttabréfið góða