Þriðjudaginn 9. september kl. 20.00 verður haldinn kynningarfundur fyrir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Hyldýpis í matsal Hrafnagilsskóla. Á fundinum munu forstöðumaður og umsjónarmaður Hyldýpis fara yfir reglur og skyldur sem hvíla á starfinu og kynna dagskrá vetrarins.
Foreldrar 8. bekkjarnemenda eru sérstaklega hvattir til að koma þar sem þetta skólaár er þeirra fyrsta í félagsmiðstöð unglingastigs. Jafnframt eru foreldrar miðstigsnemenda hvattir til að mæta, en í vetur verður félagsmiðstöðin í fyrsta skiptið opin nemendum þar.
Hægt er að senda fyrirspurnir á hyldypi@krummi.is.