Þriðjudaginn 2. september er útivistardagur hjá okkur í Hrafnagilsskóla.

Skipulagið er eftirfarandi: 

Nemendur í 1.- 4. bekk fara Kjarnaskóg, fara þar í gönguferð og leika sér á svæðinu. Þeir fá ávexti úr mötuneytinu en gott er að taka með sér aukanesti að heiman. Komið verður til baka í skólann um hádegi og borðað í mötuneytinu. Tónlistartímar nemenda á yngsta stigi halda sér eftir hádegi.

Nemendur í 5.-10. bekk geta valið um tvær leiðir. Önnur er upp að Dældarsteini en þeir sem velja þá leið fara fram og til baka frá skólanum. Ef tíminn leyfir geta nemendur farið í sund eða verið í frjálsum leik eftir gönguna.

Hin leiðin er að ganga yfir Bíldsárskarð en þeir sem ætla þá leið verða keyrðir yfir í Fnjóskadal og labba þaðan yfir skarðið og koma niður hjá Þórustöðum. Þangað sækja síðan skólabílarnir göngugarpana.

Nemendur á mið- og unglingastigi fá samloku, ávöxt og safa úr mötuneytinu en eins og hjá yngri nemendum er gott að taka með sér vatn og aukanesti. Mikilvægt er að vera á góðum skóm (ekki nýjum) og klæða sig eftir veðri, hafa t.d. meðferðis vettlinga, húfu/buff, aukasokka, hlífðarföt, ílát undir ber og bakpoka undir nesti.

Allir nemendur skólans fara heim með skólabílum klukkan 14:00 nema þeir sem skráðir eru í frístund. 

Bestu kveðjur úr Hrafnagilsskóla,

skólastjórnendur