Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km. fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Sýn Hrafnagilsskóla byggir á skilningi, fagmennsku og dyggðum. Agastefna skólans er Jákvæður agi og meðal einkenna skólans er umhverfismennt, öflug list- og verkgreinakennsla ásamt nýtingu tækni til náms. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is.

Við óskum eftir að ráða:

Þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa.

Starf iðjuþjálfa/þroskaþjálfa felst í því að auka færni nemenda við daglega iðju, sinna íhlutun og eftirfylgd einstakra barna og veita ráðgjöf til kennara, foreldra, forráðamanna og annarra fagaðila. Hann skipuleggur og annast einstaklingsmeðferð til að bæta aðlögun nemanda, starfshæfni og sjálfsbjargargetu. 

Leitað er eftir starfsmanni sem:

  • Hefur háskólamenntun í iðjuþjálfun, þroskaþjálfun eða annarri uppeldismenntun.
  • Býr yfir frumkvæði, er lausnamiðaður og sjálfstæður í vinnubrögðum.
  • Hefur þekkingu á taugaþroskaröskunum og tilfinningavanda barna og ungmenna.
  • Er fær og lipur í samskiptum og samvinnu við nemendur, foreldra og starfsfólk.

Við óskum eftir að ráða:

Skólaliða eða stuðningsfulltrúa.

Starf skólaliða felst m.a. í fjölbreyttum störfum með börnum, gæslu og þrifum. Starf stuðningsfulltrúa felst í stuðningi við nemendur inni í bekk ásamt ýmsum störfum með börnum.

Leitað er eftir starfsfólki sem:

  • Sýnir metnað í starfi.
  • Er fært og lipurt í samskiptum.
  • Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Getur leyst mál í samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra.

Upplýsingar veita skólastjórnendur; Ólöf Ása Benediktsdóttir og Björk Sigurðardóttir í síma 464-8100. Sótt er um störfin með því að senda umsókn, ferilskrá og greinagerð á netfangið asa@krummi.is eða bjork@krummi.is.

Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst 2025.