Föstudaginn 22. ágúst hefst nýtt skólaár með skólasetningu í íþróttahúsinu kl. 13:00. Foreldrar eða forráðamenn eru beðnir að mæta með barni sínu.
Nemendur fara að sínum heimastofum og ganga með umsjónarkennara inn í salinn, en foreldrar og forráðamenn sitja uppi í stúku. Eftir athöfnina ganga umsjónarkennarar með hópana sína í heimastofur þar sem nemendur og foreldrar fá kynningu á skólastarfi komandi vetrar.
Nemendur í 1. bekk hitta umsjónarkennara sinn í skipulögðum viðtölum fyrir skólabyrjun og fá tímasetningar sendar í næstu viku.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst.