Fimmtudaginn 30. september verður skólatöskudagur í 5. – 10. bekk. Debbie iðjuþjálfi ásamt nemum í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri fara yfir stillingar á skólatöskum með nemendum, vigta töskur og leiðbeina með röðun í þær þannig að þær fari sem best á þeim.