Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla verður haldinn miðvikudagskvöldið 29. september og hefst kl. 20.30 í Hrafnagilsskóla. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu fulltrúar frá Jafnréttisstofu fjalla um staðalmyndir/kynjaímyndir:
“Staðalmyndir/kynjaímyndir vísa til ríkjandi hugmynda í samfélaginu um hvað það þýðir að vera karl eða kona, hvernig karlar og konur eiga að hegða sér, hvernig kynin eiga að líta út og hvað þau eiga og mega taka sér fyrir hendur. Þannig geta staðalmyndir kynjanna virkað heftandi og útilokað ýmsa möguleika drengja og stúlkna. Uppalendur og skólar eru í lykilhlutverki hvað varðar afnám staðalmynda en þeir þurfa að stuðla að því að einstaklingar eigi jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni. Drengir og stúlkur upplifa ákveðnar kröfur varðandi útlit, hegðun, náms- og starfsval útfrá gefnum hugmyndum samfélagsins um hlutverk kynjanna. Nauðsynlegt er að brjóta upp þessi gefnu norm, sýna fjölbreytileika og forðast að setja börn/fullorðna alltaf í sérstök kynjahólf”
Við minnum á að foreldrar/forráðamenn allra barna í Hrafnagilsskóla eru sjálfkrafa félagar í Foreldrafélaginu og eiga því fullt erindi á þennan fund.
Í boði verða léttar veitingar.
Vonumst til að sjá sem flesta…
Stjórn Foreldrafélags Hrafnagilsskóla