Í dag var haldin árleg Gettu betur spurningakeppni milli bekkja á unglingastigi. Þessi skemmtilega hefð hefur verið við lýði í skólanum í yfir 20 ár og er alltaf jafn vinsæl.

Keppnin var æsispennandi að vanda og úrslitin réðust ekki fyrr en á allra síðustu spurningu. Níundi bekkur fór með sigur úr býtum, 10. bekkur lenti í öðru sæti og 8. bekkur í því þriðja. Allir keppendur stóðu sig frábærlega og fengu páskaegg að launum fyrir þátttökuna.

Keppendur þetta árið voru þau Adriana Katrin, Halldór Ingi og Marinó Breki úr 8. bekk Katrín Björk, Ragnheiður Birta og Þórarinn Karl úr 9. bekk Emelía Lind, Sunna Bríet og Sölvi úr 10. bekk.

Við óskum öllum keppendum til hamingju með frábæran árangur og þökkum fyrir skemmtilega keppni sem hélt áhorfendum á tánum allt til enda.