Snillingarnir í 7. bekk kynntu sér nokkur verkfæri sem nýtast í málmsmíði eins og málmsög, blikkskæri, bor, síðubitur og flatkjaftatöng. Svo smíðuðu þeir grill úr niðursuðudósum. Auðvitað þurfti svo að prófa þetta. Í Aldísarlundi grilluðum við lúxus-mínispjót, sykurpúða og skemmtum okkur konunglega kringum eldinn.
Krakkarnir smíðuðu líka útivistarstóla sem hefðu verið flottir að nota í grillveislunni en út af veðrinu ákváðum við að fresta notkun þeirra fram á vor.