Nemendur við skóladeild Bjargeyjar við Hrafnagilsskóla hafa verið iðnir í heimilisfræðitímum í vetur. Hrekkjavökuþema var tekið í nokkur skipti og glæsileg piparkökuhús voru útbúin fyrir jólin þar sem sköpunargleði og skipulagshæfni nemenda fékk að njóta sín. Fyrir jólin voru líka bakaðar smákökur, skorið út í laufabrauð og gerður möndlugrautur svo fátt eitt sé nefnd.
Lagt er upp með að hafa tímana skemmtilega en gagnlega og fá nemendur að koma með tillögur að spennandi og skemmtilegum verkefnum.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr tímum.