Á samverustund í morgun sýndu nemendur sem æft hafa dans hjá Ungmennafélaginu Samherjum afrakstur haustannar. Það eru 16 nemendur sem æfa dans og þjálfararnir þeirra eru Berglind Eva Ágústsdóttir og Amý Elísabet Knútsdóttir en þær eru nemendur í 10. bekk. Það er skemmst frá því að segja að dansinn var flottur og einstaklega vel æfður og eiga iðkendur og þjálfarar hrós skilið. Það var ánægjulegt að margir foreldrar gáfu sér tíma í desemberamstrinu til þess að koma og njóta stundarinnar með okkur.