Vegna hagstæðrar veðurspár hefur verið ákveðið að flýta útivistardeginum sem vera átti 7. september til fimmtudagsins 2. september.
Nemendur á yngsta stigi ganga upp með Reykánni og nemendur 6.-10. bekkjar eiga kost á því að ganga á Krumma eða fara hring á austurbakkanum, meðfram hitaveiturörinu til norðurs að Eyjafjarðará á móts við Ytra-Gil og heim aftur eftir árbakkanum.
Myndin hér fyrir neðan var tekin í gönguferðinni í fyrra.