Miðvikudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Að þessu sinni verður hátíðin óhefðbundin í tilefni af 50 ára afmæli Hrafnagilsskóla og kemur Tónlistarskóli Eyjafjarðar að skemmtuninni. Þess má til gamans geta að 30 ár eru síðan skólar ,,gömlu hreppanna” sameinuðust.

Nemendur flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þema dagsins sem að þessu sinni er ,,tíminn“. Nemendur í 7. bekk hefja formlega undirbúning fyrir ,,Stóru upplestrarkeppnina” og lesa upp ljóð eftir Emilíu Baldursdóttur á Syðra-Hóli. Nemendur í 5.-10. bekk sýna dansa sem þeir hafa lært hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara á haustönn og tengjast þeir einnig þemanu.

Að skemmtidagskrá lokinni verðum gestum boðið upp á afmæliskökur. Kaffihúsastemning verður í Hjartanu og stofum 6,7, og 9. og þar verður hægt að tylla sér niður með bakkelsið, hlusta á tónlistaratriði og fá sér kaffisopa eða ávaxtasafa. Afrakstur þemadaganna verður til sýnis víða um skólann.

Nemendur 10. bekkjar ætla að selja fallegar gjafavörur frá Vorhús sem henta vel t.d. sem jólagjafir. Vörurnar kosta frá 1.000 til 4.000 kr.

Athugið að enginn posi er á staðnum.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Við hvetjum sveitunga til að heimsækja okkur í skólann þennan dag.

Nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla

Hrafnagilsskóli árið 1972