Nýtt fréttabréf Hrafnagilsskóla er komið út. Í bréfinu er farið yfir dagskrána síðustu dagana fyrir jól en hátíðarkvöldverður og litlu jól unglingastigs fara fram að kvöldi fimmtudagsins 18. desember. Föstudaginn 19. desember verða litlu jól hjá 1.–7. bekk. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá mánudaginn 5. janúar 2026.

Í fréttabréfinu er einnig fjallað um mikilvægi list- og verkgreina í skólastarfinu þar sem nemendur fá tækifæri til að efla verkkunnáttu og sköpunarkraft. Sérstaklega er fjallað um skólaliðana okkar sem hafa staðið vaktina af alúð í vetur, bæði í frímínútum og matsal, og aðstoðað nemendur við að halda gleðinni í hámarki en skipulaginu í föstum skorðum nú á aðventunni. Jafnframt er minnt á hagnýt atriði varðandi tilkynningar um veikindi og leyfi, auk þess sem áréttað er að skólinn er hnetulaus.

Dyggð desembermánaðar er þakklæti.

Hægt er að nálgast fréttabréfið í heild sinni hér að neðan.

Fréttabréf – desember 2025 (pdf)