Á föstudaginn næsta, þann 24. október, eru 50 ár frá því að konur um land allt lögðu niður launuð og ólaunuð störf og kröfðust þess að störf þeirra yrðu metin til jafns við störf karlmanna. Af þessu tilefni eru konur og kvár hvött til þess að leggja niður störf á föstudaginn og taka þátt í auglýstri dagskrá sem byrjar á Ráðhústorgi á Akureyri kl. 11:15. Það verður því skert þjónusta við skólann þennan dag og ákveðið hefur verið að skólabílar keyri nemendur heim kl. 12:30. Frístund verður opin frá þeim tíma til kl. 16:00 eins og venjulega fyrir þá sem eru skráðir á föstudögum.
Með ósk um skilning og baráttukveðjum um jafnrétti kynjanna,
Ása og Björk

