Framhaldsskólinn á Laugum heldur árlega grunnskólamót í íþróttahúsi skólans og föstudaginn 3. október tóku nemendur í unglingadeild Hrafnagilsskóla þátt í fyrsta skiptið. Mótið var fjölmennt, þar voru rúmlega tvö hundruð nemendur frá tíu grunnskólum á svæðinu frá Þelamörk og austur á Vopnafjörð.
Nemendur tóku þátt í ýmsum íþróttagreinum eins og þrautabraut, dodgeball, blaki og körfubolta en einmitt í þeirri grein sköruðu unglingarnir okkar fram úr og unnu gullið í strákaflokki og silfrið í stelpuflokki. Mótinu lauk á kvöldverði í boði framhaldsskólans og vel heppnuðu diskóteki. Við þökkum kærlega fyrir frábært íþróttamót og hlökkum til að taka aftur þátt.