Nú styttist í hin árlegu foreldrastefnumót Hrafnagilsskóla sem haldin verða í næstu viku fyrir foreldra og forráðamenn nemenda í 1., 5. og 8. bekk. Foreldrastefnumótin eru mikilvægur liður í að efla samstarf heimila og skóla og hafa reynst vel til að auka traust og samvinnu á milli foreldra og forráðamanna.
Á foreldrastefnumótum gefst foreldrum og forráðamönnum tækifæri til að kynnast öðrum foreldrum, hlusta á þá segja frá börnum sínum og deila upplýsingum um áhugamál og aðstæður. Umsjónarkennarar og annað starfsfólk taka þátt í þessum samræðum og stýra þeim.
Foreldrastefnumótin fara fram í heimastofum viðkomandi bekkja í lok skóladags. Að þeim loknum gefst tími fyrir óformlegt spjall yfir kaffibolla og léttum veitingum. Mikilvægt er að öll börn í bekknum eigi fulltrúa á þessum viðburðum en foreldrar og forráðamenn mæta án barnanna á stefnumótin.
Tímasetningar foreldrastefnumóta haustið 2025:
- 1. bekkur: Þriðjudaginn 7. október kl. 14:30-16:00.
- 5. bekkur: Fimmtudaginn 9. október kl. 14:30-16:30.
- 8. bekkur: Miðvikudaginn 8. október kl. 15:00-16:00.