Síðastliðinn sunnudag var skemmtilegt innslag í sjónvarpsþættinum Landanum á RÚV þar sem fylgst var með heimsókn nemenda í 7. bekk til Guðnýjar og Kalla á Öngulsstöðum.

Heimsóknin var í síðustu viku og er skemmtileg hefð sem hefur skapast en undanfarin níu ár hafa Guðný og Kalli boðið nemendum að vera heilan dag að fylgjast með og taka virkan þátt í sauðburði. Auk þess að fá að upplifa sauðburðinn fengu nemendur fræðslu um hefðbundin sveitastörf og daglegt líf í sveitinni. 

Þeir sem misstu af þættinum geta horft á hann á vef RÚV.