Páskabingó verður haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 10. apríl milli klukkan 18 og 20. Eitt bingóspjald kostar 1.000 krónur en þrjú spjöld kosta 2.500 krónur. Sjoppa verður opin á staðnum þar sem hægt verður að kaupa veitingar.

Allur ágóði af viðburðinum rennur í ferðasjóð 10. bekkjar í Hrafnagilsskóla. Skipuleggjendur hvetja sem flesta til að mæta og taka þátt í þessu skemmtilega páskabingói.