Stóra upplestarkeppnin hér innanhúss fór fram á bókasafninu í gær, fimmtudag. Að venju voru það nemendur í sjöunda bekk sem tóku þátt og hefur undirbúningur fyrir keppnina staðið síðan í október. Nemendur fengu úthlutaða bókatexta sem þeir lásu auk þess sem þeir völdu ljóð til upplestrar. Öll stóðu þau sig með mikilli prýði og átti dómnefndin í miklum vanda. Einhverjir þurftu þó að sigra og það fór svo að þau Hafþór Bjarki Óttarsson og Birgit Elva Henriksdóttir lásu til sigurs og verða þau fulltrúar skólans á Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar sem fer fram í Laugarborg þann 7. maí. Ísak Fannar Heimisson og Lilja Sól Kristbjörnsdóttir eru varamenn. Við erum afar stolt af öllum nemendum sem margir unnu stóra sigra.