Föstudaginn 28. febrúar var haldin árshátíð yngsta stigs Hrafnagilsskóla í Laugarborg.
Nemendur sýndu styttri útgáfu af leikritinu „Sagan af bláa hnettinum”, sem fjallar um hálfgerð villibörn sem búa á bláum hnetti lengst úti í geimnum og ævintýri þeirra. Börnin stóðu sig frábærlega í hlutverkum sínum og sýndu mikla leikgleði og kraftmikinn söng.
Að leikritinu loknu stjórnaði Elín Halldórsdóttir skemmtilegum sameiginlegum dansi þar sem bæði nemendur og gestir tóku þátt.
Árshátíðin tókst einstaklega vel og þökkum við öllum sem komu að skipulagningu og framkvæmd hennar. Sérstakar þakkir fá kennarar og annað starfsfólk sem lagði hart að sér við undirbúning, og að sjálfsögðu nemendurnir okkar sem sýndu frábæran leik og söng.