Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla var haldin með pompi og prakt í Laugarborg þann 20. Febrúar sl. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýndu stytta útgáfu af Disney kvikmyndinni Frost (Frozen). Handrit sýningarinnar var stytt og aðlagað af Guðnýju Jóhannesdóttur.
Nemendur stóðu sig frábærlega í öllum hlutverkum, hvort sem það var leikur, söngur, dans eða vinna við leikmynd eða tæknimál. Sýningin bar vitni um mikla vinnu og metnað nemenda, en þeir sáu einnig um leikmynd og tæknivinnu.
Að loknum skemmtiatriðum var boðið upp á hressingu og síðan var stiginn dans undir tónlist sem nemendur á miðstigi höfðu valið.
Nemendur stóðu sig frábærlega í öllum hlutverkum, hvort sem það var leikur, söngur, dans eða vinna við leikmynd eða tæknimál. Sýningin bar vitni um mikla vinnu og metnað nemenda, en þeir sáu einnig um leikmynd og tæknivinnu.
Að loknum skemmtiatriðum var boðið upp á hressingu og síðan var stiginn dans undir tónlist sem nemendur á miðstigi höfðu valið.
Sérstakar þakkir fá allir sem lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmd árshátíðarinnar.