Árshátíðin verður haldin í Laugarborg föstudaginn 28. febrúar milli klukkan 13:00 og 14:30.
Nemendur yngsta stigs sýna stytta útgáfu af leikritinu ,,Sagan af bláa hnettinum” sem fjallar um hálfgerð villibörn sem búa á bláum hnetti lengst út í geimnum og ævintýri þeirra.
Að leikritinu loknu stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi.
Aðgangseyrir er 2.000 kr. fyrir 16 ára og eldri, 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri (aðra en sýnendur) og frítt fyrir þá sem eru yngri.
Allur ágóði af miðasölu rennur í nemendasjóð og nýtist t.d. í að greiða lyftugjöld í skíðaferð og vorferð 4. bekkinga.
Ekki verður boðið upp á veitingar á árshátíðinni en nemendur fá poka með poppi og fl. þegar þeir fara heim.
Athugið að það er ekki posi á staðnum.
Skólabílar keyra ekki að árshátíð lokinni og frístund er opin milli kl. 14:10 og 16:00 fyrir þá sem þar eru skráðir.
Öll eru hjartanlega velkomin.
Nemendur í 1.- 4. bekk í Hrafnagilsskóla