Vegna mjög slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að aflýsa skólahaldi í Hrafnagilsskóla á morgun fimmtudaginn 6. febrúar. Almannavarnir hafa gefið út rauða veðurviðvörun fyrir svæðið frá kl. 10:00 til 16:00 og því ekkert vit að senda skólabíla af stað í fyrramálið þar sem ljóst er að ekki verður hægt að keyra heim. Af þessum sökum verður skólinn lokaður og ekkert starfsfólk í húsi.